Taflfélag Garðabæjar

Heim

Íslandsmót Kvenna 2020

  • Print
  • Email
Details
Written by Páll Sigurðsson
Category: Skákmót
Published: 27 February 2020
Last Updated: 27 February 2020
Hits: 105

Íslandsmót kvenna í skák hófst í kvöld í Sveinatungu við Garðatorg 7 í Garðabæ.  Átta af tólf stigahæstu skákkonum landsins taka þátt. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar setti mótið og lék fyrsta leikinn í sigurskák Lisseth Acevedo Mendez gegn Hrund Hauksdóttur.  

Ásgerður leikur fyrsta leikinn

Mótið fer fram 27. febrúar – 3. mars og er teflt í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2020. Hins vegar í áskorendaflokki kvenna. Hann er opinn fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

Keppendalistinn:
1.WGM Lenka Ptácníková (2099)
2.WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2021)
3.Jóhanna Björg Jóhanndóttir (1933)
4.WIM Lisseth Acevedo Mendez (1849)
5.Tinna Kristín Finnbogadóttir (1838)
6.Hrund Hauksdóttir (1804)
7.Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1690)
8.Sigríður Björg Helgadóttir (1682)

Mótið er haldið sameiginlega af Skáksambandi Íslands og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Beinar útsendingar verða frá landsliðsflokki.

Sjá nánar um mótið hér á vef Skáksambands Íslands. 

Vefsíða mótsins - þar má sjá nánari tímasetningar á umferðum mótsins. 

Davíð Kjartansson sigraði Skákþingið og Hraðskákmótið

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Óflokkað
Published: 11 November 2019
Last Updated: 11 November 2019
Hits: 167
Davíð Kjartansson kom sá og sigraði í Skákþingi Garðabæjar sem lauk 1. nóvember. Davíð leyfði eitt jafntefli og hlaut sex og hálfan vinning. Í öðru sæti varð Jóhanna Bjög Jóhannsdóttir með fimm vinninga og á hæla hennar komu Gauti Páll Jónsson og Aron Þór Mai með fjóran og hálfan vinning. Efstur heimamanna varð Páll Sigurðsson.
Hraðsákmótið var svo haldið 4. nóvember, og þar gerði Davíð Kjartansson sér lítið fyrir og sigraði með fullu húsi, eða átta vinningum. Í öðru sæti varð Jóhann H. Ragnarsson með fimm og hálfan vinning. Í þriðja til fimmta sæti urðu svo Pálmi Ragnar Pétursson, Dorin Tamasan og Aron Þór Mai með fimm vinninga hver.

Hraðskákmót Garðabæjar 2019

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Skákmót
Published: 30 October 2019
Last Updated: 30 October 2019
Hits: 216
  • TG
  • Hraðskákmót
  • Skákmót
Hraðskákmót Garðabæjar og verðlaunaafhending fyrir Skákþing Garðabæjar.
Mánudaginn 4. nóvember kl. 20.00.
 
1. verðlaun 15 þús.
Aðalverðlaunum er skipt eftir Hort Kerfi.
Aukaverðlaun
Efsti TG ingur 5000 (óskipt eftir stigum)
Besti árangur miðað við eigin stig 5000 kr.
(performance - eigin stig - stigalausir reiknast með 1500 stig)
Tímamörk 3 mínútur + 2 sek á leik. Líklega 9 umferðir.
 
Þátttökugjöld 2000 kr.
Frítt fyrir félagsmenn Taflfélags Garðabæjar og þátttakendur í Skákþingi Garðabæjar 2019. Einnig allir titilhafar IM/WIM eða hærri titill.
Ef þátttaka utanfélagsmanna verður góð verður aðalverðlaunum fjölgað. (Yfir 20 manns greiða þátttökugjöld)
Mótsstaður: Garðatorg
Skráning á mótið fer fram á www.skak.is, eða hér: Skráningarform

Smellið á hlekkinn til að sjá þá sem þegar eru skráðir: Skráningar
Úrslit í mótinu í fyrra: Úrslit 2018
 

Skákþing Garðabæjar 2019

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Skákmót
Published: 09 October 2019
Last Updated: 14 October 2019
Hits: 240
  • SÞGB
  • Skákþing Garðabæjar

Skákþing Garðabæjar 2019 hefst föstudaginn 18. október.

Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Mótsstaður: Garðatorg 1 (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð.

Umferðatafla:

1. - 3. umf. Föstudag 18. okt. kl. 19:30
4. umf. Mánudag 21. okt. kl. 19:30
5. umf. Föstudag 25. okt. kl. 19:30
6. umf. Mánudag 28. okt kl. 19:30
7. umf. Föstudag 1. nóv. kl. 19:30

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 4. nóvember kl 20:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Sóley Lind Pálsdóttir.
Fyrirkomulagi er aðeins breytt frá síðasta ári er að nú verða tefldar 3 atskákir og 4 kappskákir. Einnig verður teflt tvisvar í viku í stað einusinni, það er á föstudögum og mánudögum
Tímamörk fyrir atskákirnar eru nú 25 mínútur með 5 sek sem bætast við hvern leik. Tímamörk fyrir kappskákirnar eru 90 mínútur og 30 sek sem bætast við hvern leik.

Mótið er opið öllum og er ein hjáseta leyfð til og með 5 umf. Tilkynna þarf hjásetu fyrir lok 3. umferðar.

Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 60% af keppnisgjöldum, skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun eru 20.000 fyrir þessi sæti.

Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:
Félagsmenn sem greitt hafa félagsköld. Fullorðnir 3500 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Aðrir. Fullorðnir 5000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2500 kr
IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þáttökugjöld.

Hægt verður að sækja um eina yfirsetu (0,5 vinningur) en umsóknin skal berast skákdómara fyrir lok 3. umferðar.

Skákmeistari Garðabæjar 2018 er Sigurður Daði Sigfússon og Skákmeistari Taflfélags  Garðabæjar er Jóhann H. Ragnarsson.

Skráning í mótið fer fram á www.skak.is eða hér: Skráningarform

Hér er hægt að sjá þá sem þegar eru skráðir: Skráningar

 

Page 1 of 9

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • ...
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • You are here:  
  • Home

Valmynd

  • Heim
    • Atburðir - Dagatal
  • Eldri fréttir
  • Um félagið
  • Eldri síða félagsins

Dagatal

«
<
January 2021
>
»
S M T W T F S
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6

Sómi

Back to Top

© 2021 Taflfélag Garðabæjar