Stjórn Taflfélags Garðabæjar boðar hér með til aðalfundar.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 21. júní í Betrunarhúsin á Garðatorgi kl. 19:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og möguleg sameining Taflfélags Garðabæjar og Skákfélagsins Hugins undir nafni Taflfélags Garðabæjar.

Skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri, eru að hefjast aftur eftir jólafrí. Æfingarnar eru á fimmtudögum kl. 15.30 í Garðaskóla.

Byrjum aftur fimmtudaginn 5. janúar.

Nýir æfingafélagar velkomnir.  

Æfingagjöld 5.000.- krónur fyrir veturinn.


Æfingarnar verða í Garðaskóla - Gengið inn um kennarainngang (beint á móti Íþróttahúsi) og gengið upp á 2 hæð.

Þjálfari er Siguringi Sigurjónsson sem er með Fide Instructor kennslugráðu frá Alþjóða skáksambandinu.

 

Skráning á Barna og unglingaæfingar félagsins.

https://goo.gl/forms/j20NVMpHnOkZBfiq2

Nánari upplýsingar gefur formaður - Páll Siguðsson GSM 8603120 

Vegna forfalla og veikinda hjá þjálfurum þá falla niður æfingar í dag 6. október.

Það verður æfing í næstu viku.

Aðalfundur TG var haldinn 22. september síðastliðinn. 

Félagið hefur nú fengið nýja stjórn og hana skipa.

Páll Sigurðsson formaður, Kristinn Sigurþórsson Gjaldkeri og Bjarnsteinn Þórsson Ritari. 

 

Fundargerð aðalfundar Taflfélags Garðabæjar 21. september 2015

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fram kom tillaga um að Páll Sigurðsson yrði fundarstjóri og Björn Jónsson fundarritari og var það samþykkt.

b) Skýrsla stjórnar.

Páll Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar en hann hefur verið formaður undanfarin ár. Auk þess hefur starfað sk. skákráð sem komið hefur saman í tengslum við styrkbeiðnir til Garðabæjar o.fl.

  • Helsta mót síðasta árs var Skákþing Garðabæjar þar sem Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði.
  • Félagið tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga með góðum árangri,
    B-sveit félagsins vann sig upp úr 4. deild upp í 3. deild en A-sveitin er í 2. deild.
  • Íslandsmót unglingasveita verður haldið í Garðabæ í haust. Félagið hefur verið með skákkennslu fyrir börn og unglinga sem Siguringi Sigurjónsson hefur séð um. Árangur barna og unglinga á árinu 2014 var góður.
  • Nauðsynlegt er orðið að endurnýja margar af skákklukkum félagsins. 

c) Ársreikningar félagsins lagðir fram. Páll Sigurðsson lagði fram ársreikninga félagsins.

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum. Skákkennsla rædd.  Ársreikningar samþykktir samhljóða.

e) Upphæð árgjalds ákveðin. Samþykkt mótatkvæðalaust að hækka árgjaldið úr 2500 í 4000 kr.
en gjaldið hafði verið óbreytt mjög lengi. Börn og unglingar fá 50% afslátt.

f) Lagabreytingar. Engar tillögur komu fram um lagabreytingar.

g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns. Páll Sigurðsson, Bjarnsteinn Þórsson og Kristinn Sigurþórsson voru kosnir í stjórn. Jón Magnússon var kosinn skoðunarmaður reikninga.

h) Önnur mál. Páll Sigurðsson fékk klapp fyrir vel unnin störf fyrir félagið mörg undanfarin ár.

Fundi slitið.