Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 20. október 2014.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Skráning:

Skáningarsíða mótsins eða skilaboð til Skákstjóra. 

Þegar skráðir

Umferðatafla:

  • 1. umf. Mánudag   20. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag 27. okt.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Mánudag 3. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag 10. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag 17. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag 24. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag 1. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 8. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120. 

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími þar er 45 mín auk 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir. 

 

Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun 70 prósent af aðgangseyri. (Hort system). Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.

Mótið er um leið Skákþing Taflfélags Garðabæjar.

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn Taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

 

Þátttökugjöld:

Félagsmenn: Fullorðnir 3000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar frítt.

Utanfélagsmenn: Fullorðnir 4000 kr. Skákmenn fæddir 1997 og síðar 2000 kr. 

Skákmeistari Garðabæjar 2013 er Bjarnsteinn Þórsson.