Skákmeistari Garðabæjar 2013 er Bjarnsteinn Þórsson, sem tefldi vel allt mótið og endaði efstur heimamanna. 

Mótið heppnaðist prýðilega og með algjörri metþátttöku eða 48 manns. í A flokki tefldu 29. manns frá 13 félögum og voru heimamenn þar fjölmennastir. en einnig voru Haukar, Tr-ingar og GM Hellis-menn fjölmennir og mótið var á öllum styrkleikastigum og gaman að sjá hversu margir óvirkir skákmenn voru með. 

Jón Árni Halldórsson Fjölni sigraði á mótinu en með jafn marga vinninga eða 6 af 7 kom Loftur Baldvinsson skákfélagi Akureyrar.

í 3-4 sæti urðu svo þeir Gauti Páll Jónsson sem er einungis 14 ára og áðurnefndur Bjarnsteinn með 5 vinninga. Bjarsteinn hlýtur því titilinn Skákmeistari Garðabæjar 2013 og þar að auki skákmeistari Taflfélags Garðabæjar 2013.

Margir stóðu sig vel á mótinu. Sigur Jóns Árna kom reyndar ekki á óvart enda stigahæsti keppandinn fyrir mót. næstu sæti þar á eftir komu þó mikið á óvart enda margir sterkir menn fyrir neðan. Töluvert var um óvænt úrslit. 

Auðbergur Magnússon tefldi best miðað við eigin stig og endaði með 2 vinningum meira en andstæðingar hans sögðu til um. litlu minna fengu þeir Loftur og Gauti Páll en þeir fengu tæplega 1,8 vinningum meira en reikna mátti með fyrirfram. Kristinn Sævaldsson telfdi eins og 2000 stiga maður en gaf aðeins eftir í lokaskákunum. Björn Hólm átti líka mjög gott mót sem og Felix Steinþórsson. Síðan voru margir sterkir skákmenn í mótinu á leið á stigalista eins og séra Kristinn Jens Sigurþórsson. 

Af okkar mönnum stóð Bjarnsteinn sig best. en Jóhann H Ragnarsson kom næstur. Hann var í bestri stöðu okkar mann um miðbik mótsins en lenti þá í slysi og var heillum horfinn eftir það. Ólafur Guðmundsson hækkar á stigum, Haraldur fær sín fyrstu stig en Páli Andrasyni gekk ekki vel. 

Lokastaðan í A flokki

Skákþing Garðabæjar 2013 A flokkur

Final Ranking

Rank SNo. Name Rtg FED Club Pts BH.
1 1 Halldórsson Jón Árni 2176 ISL Fjölnir 6 28½
2 6 Baldvinsson Loftur 1772 ISL SA 6 25
3 14 Jónsson Gauti Páll 1546 ISL TR 5 25
4 18 Þórsson Bjarnsteinn 1498 ISL TG 5 22
5 2 Þórhallsson Gylfi Þór 2116 ISL SA 31½
6 8 Sævaldsson Kristinn Jón 1758 ISL Kátu Biskuparnir 29½
7 3 Ragnarsson Jóhann Hjörtur 2012 ISL TG 29
8 9 Magnússon Auðbergur 1706 ISL Haukar 4 29½
9 4 Sigurjónsson Siguringi 1923 ISL SR 4 29
10 13 Sigurðsson Birkir Karl 1648 ISL Skákfélag Íslands 4 26
11 10 Guðmundsson Ólafur 1688 ISL TG 4 26
12 7 Friðgeirsson Dagur Andri 1771 ISL Fjölnir 4 25
13 17 Steinþórsson Felix 1510 ISL GM Hellir 4 25
14 20 Sigurþórsson Kristinn J 1410 ISL UMSB 4 24½
15 28 Haraldsson Haraldur Arnar 0 ISL TG 21½
16 12 Hermannsson Ólafur 1657 ISL TV 21½
17 15 Magnúsdóttir Veronika Steinunn 1541 ISL TR 20½
18 22 Sigurvaldason Hjálmar 1361 ISL Vinjar 20½
19 23 Birkisson Björn Hólm 1231 ISL TR 3 27
20 5 Andrason Páll 1899 ISL TG 3 26½
21 26 Guðmarsson Ólafur Hlynur 0 ISL SAUST 3 19
22 11 Lee Guðmundur Kristinn 1672 ISL Skákfélag Íslands 26
23 19 Birkisson Bárður Örn 1461 ISL TR 26
24 27 Hallsson Jón Eggert 0 ISL GM Hellir 23
25 16 Árnason Ragnar 1537 ISL Haukar 20
26 25 Davíðsson Óskar Víkingur 1094 ISL GM Hellir 19
27 24 Richter Jón Hákon 1205 ISL Haukar 17½
28 29 Helgason Jón Þór 0 ISL Haukar 28
29 21 Sigurðarson Alec 1362 ISL Hellir 1 21

Verðlaunaafhending fyrir mótið fer fram að loknu hraðskákmóti Garðabæjar sem haldið verður 12. desember næstkomandi. 

 

 

 

B-flokkurinn var einnig æsispennandi og margar skákir þar einnig sem enduðu. 

 

Hinn síungi Björgvin Kristbergsson var þar ásamt fjölda ungra skákmanna úr TG (7), Haukum (4), GM Helli (4), TR (3) og Víkingaklúbbnum (1).

Brynjar Bjarkason Haukum sigraði á mótinu og vann alla sína helstu andstæðinga nema Bjarka en auk þess gerði hann klaufalegt jafntelfi í 1. umferð. í 2-4 sæti komu þeir Þorsteinn Magnússon TR , Mikael Kravchuk TR og Bjarki Arnaldarson TG sem þar með varð efstur heimamanna. Þeir munu allir hljóta verðlaun fyrir árangur  sinn.

Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel og var greinarhöfundur mjög ánægður með þátttöku nokkra TG inga sem voru að taka þátt í sínu fyrsta móti ss Matthías Hildir, Axel Örn, Sigurður Gunnar, Karl Oddur og Tómas Andri. Kári Georgsson gaf frá sér séns á verðlaunasæti með því að draga sig út í síðustu umferð vegna prófa, en fyrirfram var hann ásamt Bjarka líklegastur okkar manna að berjast um verðlaunasæti í mótinu.

Adam Omarsson hinn ungi sonur Lenku Ptacnikovu (1. borð í íslenska kvennalandsliðinu) vann líka sína fyrstu kappskák á Íslandi en áður hafði hann reyndar unnið skák í Tékklandi.

Lokastaðan í B flokki.

Skákþing Garðabæjar 2013 B flokkur

Final Ranking

Rank SNo. Name Rtg FED Club Pts BH.
1 2 Bjarkason Brynjar 1179 ISL Haukar 6 28½
2 3 Magnússon Þorsteinn 1123 ISL TR 5 31½
3 1 Kravchuk Mykhaylo 1232 ISL TR 5 29
4 4 Arnaldarson Bjarki 1075 ISL TG 5 28
5 6 Jónsson Helgi Svanberg 1039 ISL Haukar 4 29
6 5 Georgsson Kári 1047 ISL TG 4 25½
7 18 Rúnarsson Jón Hreiðar 0 ISL Víkingaklúbburinn 4 24½
8 8 Björnsson Burkni 1000 ISL Haukar 4 23½
9 9 Jónsson Þorsteinn Emil 1000 ISL Haukar 4 23
10 12 Haraldsson Brynjar 0 ISL GM Hellir 24½
11 15 Kristjánsson Halldór Atli 0 ISL GM Hellir 24½
12 17 Pálmason Matthías Hildir 0 ISL TG 20
13 7 Kristbergsson Björgvin 1021 ISL TR 3 28½
14 13 Heimisson Axel Örn 0 ISL TG 3 21
15 14 Jónsson Sigurður Gunnar 0 ISL TG 3 18½
16 11 Davíðsson Stefán Orri 0 ISL GM Hellir 2 25½
17 10 Andrason Karl Oddur 0 ISL TG 2 23½
18 16 Omarsson Adam 0 ISL GM Hellir 2 20½
19 19 Ólafsson Tómas Andri 0 ISL TG 19

Skákir lokaumferðarinnar verða slegnar inn í vikunni.

Öll úrslit í báðum flokkum: http://chess-results.com/tnr114398.aspx?lan=1&art=2&rd=5&flag=30&wi=821

Myndir frá mótinu.

Skákir:

A flokkur B flokkur
1. umferð  1. umferð
2. umferð 2. umferð
3. umferð 3. umferð
4. umferð 4. umferð
5. umferð 5. umferð
6. umferð 6. umferð
7. umferð 7. umferð