Sóley Lind Pálsdóttir sigraði á Íslandsmóti stúlkna sem var haldið á skákdaginn 26. jan síðastliðinn. 

 

P1010154

Tíu stúlkur tóku þátt í eldri flokki sem er metþátttaka. Þar tapaði Sóley í fyrstu umferð fyrir Hildi Berglindi Jóhannsdóttir en fór eftir í það í mikið stuð og vann allar skákir sem eftir voru.

Það dugði til að komast fremst í mark með 8 vinninga í 9 skákum. Hildur Berglind og Ásta Sóley Júlíusdóttir urðu jafnar með 7 vinninga en Hildur hafði annað sætið eftir stigaútreikning.

Lokastaðan:

  • 1. Sóley Lind Pálsdóttir 8 v. af 9
  • 2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7 v.
  • 3. Ásta Sóley Júlísdóttir 7 v.
  • 4.-6. Tara Sóley Mobee, Sólrún Freygarðsdóttir og Sigrún Linda Baldursdóttir 5 v.
  • 7. Sonja María Friðriksdóttir 4 v.
  • 8. Freyja Dögg Delecva 3 v.
  • 9. Dóra Valgerður Óskarsdóttir 1 v.
  • 10. Tinna Björk Rögnvaldsdóttir 0 v

sjá nánar

http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1350302/

 

P1010124