Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 13. október 2017. Ath. breyting frá upphaflegu plani.
 
Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði.

Umferðatafla:
1. umf. Föstudag 13. okt. kl :19:30
2. umf. Mánudag 16. okt. kl. 19:30
3. umf. Mánudag 30. okt kl. 19:30
4. umf. Föstudag 3. nóv. kl. 19:30
5. umf. Mánudag 6. nóv. kl: 19:30
6. umf. Föstudag 10. nóv kl. 19:30
7. umf. Mánudag 13. nóv. kl. 19:30

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar mánudaginn 27. Nóvember kl 20:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120
Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik.

Mótið er opið öllum.
Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka einu sinni hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir. 0 vinningar reiknast í tiebreak fyrir slíka hjásetu.

Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 60% af aðgangseyri í hvorum flokki skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun eru 20.000 fyrir þessi sæti.

Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Aukaverðlaun verða fyrir þann skákmann sem nær flestum samanlögðum vinningum úr bæði Skákþingi Garðabæjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögð Buchholz stig ráða ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-
Efsti skákmaður í ca. hverjum 10 manna stigaflokki mv. fide stig (ísl til vara) fær 5000 króna aukaverðlaun. Stigalausir telja ekki. þe. ef 30 keppendur verða tvenn slík verðlaun.

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:
Félagsmenn. Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Utanfélagsmenn. Fullorðnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

Skráning í mótið fer fram á skak.is

Skákmeistari Garðabæjar 2016 var Páll Sigurðsson.

Hér er hægt að skoða hverjir eru skráðir
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1sCf0mBXdAk3y4IUj4Z_AFnDficJtrzH97JQk5feiyhM/edit?usp=sharing