Print
Category: Skákmót
Hits: 196

Skákþing Garðabæjar 2019 hefst föstudaginn 18. október.

Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.

Mótsstaður: Garðatorg 1 (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð.

Umferðatafla:

1. - 3. umf. Föstudag 18. okt. kl. 19:30
4. umf. Mánudag 21. okt. kl. 19:30
5. umf. Föstudag 25. okt. kl. 19:30
6. umf. Mánudag 28. okt kl. 19:30
7. umf. Föstudag 1. nóv. kl. 19:30

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar fer fram mánudaginn 4. nóvember kl 20:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Sóley Lind Pálsdóttir.
Fyrirkomulagi er aðeins breytt frá síðasta ári er að nú verða tefldar 3 atskákir og 4 kappskákir. Einnig verður teflt tvisvar í viku í stað einusinni, það er á föstudögum og mánudögum
Tímamörk fyrir atskákirnar eru nú 25 mínútur með 5 sek sem bætast við hvern leik. Tímamörk fyrir kappskákirnar eru 90 mínútur og 30 sek sem bætast við hvern leik.

Mótið er opið öllum og er ein hjáseta leyfð til og með 5 umf. Tilkynna þarf hjásetu fyrir lok 3. umferðar.

Verðlaun auk verðlaunagripa:
Heildarverðlaun fyrir efstu 3 sæti uþb. 60% af keppnisgjöldum, skipt eftir Hort Kerfinu.
Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun eru 20.000 fyrir þessi sæti.

Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:
Félagsmenn sem greitt hafa félagsköld. Fullorðnir 3500 kr. 17 ára og yngri ókeypis.
Aðrir. Fullorðnir 5000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2500 kr
IM/WIM og GM/WGM greiða ekki þáttökugjöld.

Hægt verður að sækja um eina yfirsetu (0,5 vinningur) en umsóknin skal berast skákdómara fyrir lok 3. umferðar.

Skákmeistari Garðabæjar 2018 er Sigurður Daði Sigfússon og Skákmeistari Taflfélags  Garðabæjar er Jóhann H. Ragnarsson.

Skráning í mótið fer fram á www.skak.is eða hér: Skráningarform

Hér er hægt að sjá þá sem þegar eru skráðir: Skráningar