Sjá má úrslit og pörun á Skákþingi Garðabæjar á chess-results.com

Hægt er að velja milli flokka. Ath. einnig að skákir mótsins eru einnig á chess-results.

Reglulegur fréttaflutningur af mótinu fer fram á Facebook síðu félagsins.

https://www.facebook.com/tgchess/

 

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 26. október 2015.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

 

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Umferðatafla:

  • 1. umf. Mánudag               26. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag                               2. nóv.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Fimmtudag            5. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag                               9. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag                               23. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag                               30. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag                               7. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 14. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120.

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími  er 45 mín + 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka allt að 2 hjásetur gegn hálfum vinning.

Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir.


Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun uþb. 60% af aðgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu. Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.

Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun í A flokki eru 20.000 og 10.000 í B flokki.  


Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

 

Aukaverðlaun verða fyrir þann skákmann sem nær flestum samanlögðum vinningum úr bæði Skákþingi Garðabæjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögð Buchholz stig ráða ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-

 

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

Utanfélagsmenn. Fullorðnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

 

Skráning í mótið fer fram með því að smella hér.

 

Skákmeistari Garðabæjar 2014 er Guðlaug Þorsteinsdóttir.

Vegnar slæmrar veðurspár í kvöld munum við fresta hraðskákmóti Garðabæjar um eina viku eða til mánudagsins 15. desember. 

Hraðskákmót Garðabæjar verður haldið mánudaginn 15. desember 2014.  kl. 19:30

ATH. frestað vegna veðurs 8. des. 

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Umhugsunartími er 5 mínútur á mann og er teflt í einum flokki, stefnt að 9. umferðum.

Reikna má með að mótið verði búið um kl. 22.

Smellið hér til að skrá ykkur í mótið

Smellið hér til að sjá hverjir eru skráðir.

 

Fyrstu verðlaun í Hraðskákmóti Garðabæjar eru 15.000 kr. auk verðlaunagrips. Medalíur fyrir 2 og 3 sæti.

Efsti TG ingur hlýtur 5000 kr.

Verðlaunafé skiptist eftir Hort kerfi.

 

Fritt er í hraðskákmótið fyrir þátttakendur skákþingsins og félagsmenn TG en aðrir gestir borga 1000 kr.

 

Hraðskákmeistari 2013 var Hjörvar Steinn Grétarsson

 

Eftir hraðskákmótið er verðlaunafhending fyrir bæði Hraðskákmótið auk Skákþings Garðabæjar.