4. umferð í a flokki var tefld síðasta fimmtudag. 

Í toppslagnum gerðu þeir Jón Árni og Kristinn jafntefli í skák þar sem Jón virtist hafa ákveðið frumkvæði en Kiddi hafði peði meira og enduðu þeir á að sættast á skiptan hlut eftir þráleik. Loftur Baldvinsson vann góðan sigur í kröftuglega tefldi skák í kóngsindverja á móti Auðbergi. Gylfi Þórhallsson vann Guðmund Kristinn Lee á snaggaralegan hátt í sikileyjarvörn. Og Siguringi vann Felix mjög örugglega í Tartacover og Modern. 

Kristinn Jón Sævaldsson Kátu Biskupunum og Jón Árni Halldórsson Fjölni leiða því mótið eftir 4 umferðir með 3,5 vinning. Aðrir eru ekki langt á eftir því með 3 vinninga hafa Jóhann Hjörtur Ragnarsson sem er þá efsti TG ingurinn, Gylfi Þór Þórhallson SA , Siguringi Sigurjónsson SR og Loftur Baldvinsson SA.

Skák Kristins Jens og Ólafs Hlyns var frestað en skákstjóri gerði þau slæmu mistök að gleyma að tilkynna öðrum keppandum að skákinni yrði frestað. Sú skák verður tefld samhliða öðlingamótinu næstkomandi miðvikudag.

Í næstu umferð tefla meðal annara saman Gylfi og Jón Árni, Kristinn og Siguringi og Loftur og Jóhann. 

Alec fær skottu. 

úrslit staða og pörun. http://chess-results.com/tnr114398.aspx?lan=1&art=2&rd=5&flag=30&wi=821

Skákir 1. umferðar: http://www.tgchessclub.com/skakir/2013/SKGB2013Ar1.PGN

Skákir 2. umferðar: http://www.tgchessclub.com/skakir/2013/SKGB2013Ar2.PGN

Skákir 3. umferðar: http://www.tgchessclub.com/skakir/2013/SKGB2013Ar3.PGN

Skákir 4. umfeðrar: http://www.tgchessclub.com/skakir/2013/SKGB2013Ar4.PGN