Taflfélag Garðabæjar

Heim

Skákþing Garðabæjar 2015 - úrslit og pörun

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Skákmót
Published: 02 November 2015
Hits: 1425

Sjá má úrslit og pörun á Skákþingi Garðabæjar á chess-results.com

Hægt er að velja milli flokka. Ath. einnig að skákir mótsins eru einnig á chess-results.

Reglulegur fréttaflutningur af mótinu fer fram á Facebook síðu félagsins.

https://www.facebook.com/tgchess/

Skákþing Garðabæjar 2015

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Skákmót
Published: 13 October 2015
Hits: 1350

 

Skákþing Garðabæjar hefst mánudaginn 26. október 2015.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra stiga.  

 

Mótsstaður: Garðatorg 1. (gamla Betrunarhúsið). 2. hæð. Inngangur til hægri við verslunina Víði. 

Umferðatafla:

  • 1. umf. Mánudag               26. okt.  kl. 19.30. (B flokkur kl. 18:00)
  • 2. umf. Mánudag                               2. nóv.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 3. umf. Fimmtudag            5. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 4. umf. Mánudag                               9. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 5. umf. Mánudag                               23. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 6. umf. Mánudag                               30. nóv. kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)
  • 7. umf. Mánudag                               7. des.  kl. 19.30  (B flokkur kl. 18:00)

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar 14. Desember kl 19:30.

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120.

Tímamörk eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik. Mótið er opið öllum og geta því stigalágir valið milli flokka.

B flokkur bara fyrir skákmenn með 1499 stig eða minna. Umhugsunartími  er 45 mín + 30 sek. á leik. 

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka allt að 2 hjásetur gegn hálfum vinning.

Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir.


Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun uþb. 60% af aðgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu. Amk. 3 verðlaun í hvorum flokki.

Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun í A flokki eru 20.000 og 10.000 í B flokki.  


Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

 

Aukaverðlaun verða fyrir þann skákmann sem nær flestum samanlögðum vinningum úr bæði Skákþingi Garðabæjar og U2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. (samanlögð Buchholz stig ráða ef jafnt á vinningum) Kr. 10.000.-

 

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn taflfélags í Garðabæ eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

Utanfélagsmenn. Fullorðnir 4000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

 

Skráning í mótið fer fram með því að smella hér.

 

Skákmeistari Garðabæjar 2014 er Guðlaug Þorsteinsdóttir.

Aðalfundur TG og ný stjórn

  • Print
  • Email
Details
Written by Administrator
Category: Fréttir
Published: 13 October 2015
Hits: 1366

Aðalfundur TG var haldinn 22. september síðastliðinn. 

Félagið hefur nú fengið nýja stjórn og hana skipa.

Páll Sigurðsson formaður, Kristinn Sigurþórsson Gjaldkeri og Bjarnsteinn Þórsson Ritari. 

 

Fundargerð aðalfundar Taflfélags Garðabæjar 21. september 2015

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara. Fram kom tillaga um að Páll Sigurðsson yrði fundarstjóri og Björn Jónsson fundarritari og var það samþykkt.

b) Skýrsla stjórnar.

Páll Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar en hann hefur verið formaður undanfarin ár. Auk þess hefur starfað sk. skákráð sem komið hefur saman í tengslum við styrkbeiðnir til Garðabæjar o.fl.

  • Helsta mót síðasta árs var Skákþing Garðabæjar þar sem Guðlaug Þorsteinsdóttir sigraði.
  • Félagið tók þátt í Íslandsmóti skákfélaga með góðum árangri,
    B-sveit félagsins vann sig upp úr 4. deild upp í 3. deild en A-sveitin er í 2. deild.
  • Íslandsmót unglingasveita verður haldið í Garðabæ í haust. Félagið hefur verið með skákkennslu fyrir börn og unglinga sem Siguringi Sigurjónsson hefur séð um. Árangur barna og unglinga á árinu 2014 var góður.
  • Nauðsynlegt er orðið að endurnýja margar af skákklukkum félagsins. 

c) Ársreikningar félagsins lagðir fram. Páll Sigurðsson lagði fram ársreikninga félagsins.

d) Umræður og afgreiðsla á skýrslu stjórnar og ársreikningum. Skákkennsla rædd.  Ársreikningar samþykktir samhljóða.

e) Upphæð árgjalds ákveðin. Samþykkt mótatkvæðalaust að hækka árgjaldið úr 2500 í 4000 kr.
en gjaldið hafði verið óbreytt mjög lengi. Börn og unglingar fá 50% afslátt.

f) Lagabreytingar. Engar tillögur komu fram um lagabreytingar.

g) Kosning stjórnar, fyrsta og annars varastjórnarmanns. Páll Sigurðsson, Bjarnsteinn Þórsson og Kristinn Sigurþórsson voru kosnir í stjórn. Jón Magnússon var kosinn skoðunarmaður reikninga.

h) Önnur mál. Páll Sigurðsson fékk klapp fyrir vel unnin störf fyrir félagið mörg undanfarin ár.

Fundi slitið.

Aðalfundur TG og upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga

  • Print
  • Email
Details
Written by Páll Sigurðsson
Category: Fréttir
Published: 06 September 2015
Hits: 1376

Aðalfundur Taflfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 21. september í Betrunarhúsinu Garðatorgi. 2 hæð. 

Fundurinn hefst kl. 19:30 og er fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Eftir fund hristum við liðið saman fyrir komandi Íslandsmót skákfélaga sem verður helgina á eftir. 

Page 3 of 8

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • ...
  • 6
  • 7
  • 8
  • You are here:  
  • Home

Valmynd

  • Heim
    • Atburðir - Dagatal
  • Eldri fréttir
  • Um félagið
  • Eldri síða félagsins

Dagatal

«
<
February 2019
>
»
S M T W T F S
27 28 29 30 31 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 1 2

Sómi

Back to Top

© 2019 Taflfélag Garðabæjar