Fréttir
- Details
- Written by Páll Sigurðsson
- Category: Fréttir
- Hits: 133
Eins og kom fram í fyrri tilkynningu frá félaginu (skak.is og facebook síðu félagsins) er auka aðalfundur boðaður vegna sameiningar TG og Hugins undir nafni Hugins.
Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi mánudaginn 13. september kl. 20. 2 hæð.
Skákfélögin TG og Huginn sameinast
Taflfélag Garðabæjar og Taflfélagið Huginn hafa ákveðið að sameinast undir nafni Taflfélags Garðabæjar og nýju merki þess félags. Samruninn hefur þegar verið samþykktur á aðalfundum hvors félags um sig, en aukaaðalfundur verður fljótlega þar sem ný stjórn verður kosin.
Samruninn mun verða með þeim hætti að félagsmenn Hugins munu færast sjálfkrafa í keppendaskrá sem félagsmenn Taflfélags Garðabæjar. Félagið verður eftir samrunann eitt öflugasta taflfélag landsins og mun senda margar sveitir til leiks á Íslandsmóti skákfélaga, auk þess að standa fyrir mótahaldi, þjálfun barna og öðrum viðburðum.
Áhersla verður lögð á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt því að móta öfluga og líflega umgjörð um skákiðkun fullorðinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagið mun leggja sig fram um að laða til leiks lítt virka skákunnendur af báðum kynjum og skapa þeim aðstöðu til að njóta þess að tefla saman í góðum hópi.
Stjórnir beggja félaga hafa trú á því að sameiningin muni koma félagsmönnum þeirra til góða og að með þessu skapist sóknarfæri til að vinna að metnaðarfullum markmiðum tómstundastarfs með atfylgi öflugs bæjarfélags.
- Details
- Written by Administrator
- Category: Fréttir
- Hits: 248
- Details
- Written by Administrator
- Category: Fréttir
- Hits: 1218
Skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri, eru að hefjast aftur eftir jólafrí. Æfingarnar eru á fimmtudögum kl. 15.30 í Garðaskóla.
Byrjum aftur fimmtudaginn 5. janúar.
Nýir æfingafélagar velkomnir.
Æfingagjöld 5.000.- krónur fyrir veturinn.
Æfingarnar verða í Garðaskóla - Gengið inn um kennarainngang (beint á móti Íþróttahúsi) og gengið upp á 2 hæð.
Þjálfari er Siguringi Sigurjónsson sem er með Fide Instructor kennslugráðu frá Alþjóða skáksambandinu.
Skráning á Barna og unglingaæfingar félagsins.
https://goo.gl/forms/j20NVMpHnOkZBfiq2
Nánari upplýsingar gefur formaður - Páll Siguðsson GSM 8603120
- Details
- Written by Administrator
- Category: Fréttir
- Hits: 1038
Vegna forfalla og veikinda hjá þjálfurum þá falla niður æfingar í dag 6. október.
Það verður æfing í næstu viku.
Page 1 of 3