Eins og kom fram í fyrri tilkynningu frá félaginu (skak.is og facebook síðu félagsins)  er auka aðalfundur boðaður vegna sameiningar TG og Hugins undir nafni Hugins. 

Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi mánudaginn 13. september kl. 20. 2 hæð. 

 

Skákfélögin TG og Huginn sameinast

Taflfélag Garðabæjar og Taflfélagið Huginn hafa ákveðið að sameinast undir nafni Taflfélags Garðabæjar og nýju merki þess félags. Samruninn hefur þegar verið samþykktur á aðalfundum hvors félags um sig, en aukaaðalfundur verður fljótlega þar sem ný stjórn verður kosin.

Samruninn mun verða með þeim hætti að félagsmenn Hugins munu færast sjálfkrafa í keppendaskrá sem félagsmenn Taflfélags Garðabæjar. Félagið verður eftir samrunann eitt öflugasta taflfélag landsins og mun senda margar sveitir til leiks á Íslandsmóti skákfélaga, auk þess að standa fyrir mótahaldi, þjálfun barna og öðrum viðburðum.  

Áhersla verður lögð á markvisst barna- og unglingastarf á skemmtilegum nótum ásamt því að móta öfluga og líflega umgjörð um skákiðkun fullorðinna, jafnt afreks- sem áhugamanna. Félagið mun leggja sig fram um að laða til leiks lítt virka skákunnendur af báðum kynjum og skapa þeim aðstöðu til að njóta þess að tefla saman í góðum hópi.

Stjórnir beggja félaga hafa trú á því að sameiningin muni koma félagsmönnum þeirra til góða  og að með þessu skapist sóknarfæri til að vinna að metnaðarfullum markmiðum tómstundastarfs með atfylgi öflugs bæjarfélags.


 

 

 

Stjórn Taflfélags Garðabæjar boðar hér með til aðalfundar.
Fundurinn verður haldinn mánudaginn 21. júní í Betrunarhúsin á Garðatorgi kl. 19:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og möguleg sameining Taflfélags Garðabæjar og Skákfélagsins Hugins undir nafni Taflfélags Garðabæjar.

Skákæfingar fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri, eru að hefjast aftur eftir jólafrí. Æfingarnar eru á fimmtudögum kl. 15.30 í Garðaskóla.

Byrjum aftur fimmtudaginn 5. janúar.

Nýir æfingafélagar velkomnir.  

Æfingagjöld 5.000.- krónur fyrir veturinn.


Æfingarnar verða í Garðaskóla - Gengið inn um kennarainngang (beint á móti Íþróttahúsi) og gengið upp á 2 hæð.

Þjálfari er Siguringi Sigurjónsson sem er með Fide Instructor kennslugráðu frá Alþjóða skáksambandinu.

 

Skráning á Barna og unglingaæfingar félagsins.

https://goo.gl/forms/j20NVMpHnOkZBfiq2

Nánari upplýsingar gefur formaður - Páll Siguðsson GSM 8603120 

Vegna forfalla og veikinda hjá þjálfurum þá falla niður æfingar í dag 6. október.

Það verður æfing í næstu viku.