Æfingar eru núna í vetur á mánudögum á hálfs mánaðar fresti. 

Næsta æfing verður Mánudaginn 28. febrúar.  (svo 14. mars, 28. mars, 11. apríl, 25. apríl, 9. maí og lokaæfing 23. maí á þessu vormisseri) 

Æfingar eru haldnar í Íþróttamiðstöð Álftaness upp á 2 hæð. Inngangur strax til hægri um leið er gengið inn um aðalinngang í Sundlaugina. 

Þær eru kl. 19.30 og standa í uþb. 2 tíma. Oftast er tefld hraðskák. 

Taflfélag Garðabæjar heldur út þjálfun fyrir börn og unglinga í Garðabæ og í vetur fer þjálfun fram í Bókasafni Garðabæjar á mánudögum og fimmtudögum. 

Skráning í starfið er á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/tg

 

 

Skákmeistarar Garðabæjar

2021. Ögmundur Kristinsson TR
2020. Mót féll niður
2019. Páll Sigurðsson
2018. Sigurður Daði Sigfússon Huginn
2017. Páll Snædal Andrason
2016. Páll Sigurðsson
2015. Jóhann H Ragnarsson
2014. Guðlaug Þorsteinsdóttir
2013. Bjarnsteinn Þórsson
2012. Páll Sigurðsson
2011. Jóhann H Ragnarsson
2010. Leifur Ingi Vilmundarson
2009. Páll Sigurðsson
2008. Einar Hjalti Jensson
2007. Jóhann H Ragnarsson
2006. Páll Sigurðsson
2005. Jón Árni Halldórsson
2004. Jóhann H. Ragnarsson
2003. Jóhann Helgi Sigurðsson
2002. Jóhann H. Ragnarsson
2001. Jóhann H. Ragnarsson
2000. Sævar Jóhann Bjarnason
1999. Jóhann H. Ragnarsson
1998. Keppni féll niður
1997. Baldur Möller
1996. Baldvin Gíslason
1995. Björn Jónsson
1994. Sævar Bjarnason
1993. Róbert Harðarson
1992. Björn Jónsson
1991. Björn Jónsson
1990. Björn Jónsson
1989. Þorvaldur Logason
1988. Björn Jónsson
1987. Jóhann H. Ragnarsson
1986. Björn Jónsson
1985. Jón Þór Bergþórsson
1984. Björn Jónsson
1983. Jón Þór Bergþórsson
1982. Jóhann H. Ragnarsson
1981. Björn Jónsson

Skákmeistari Taflfélags Garðabæjar

2021. Jóhann H. Ragnarsson
2020. Mót féll niður 
2019. Páll Sigurðsson
2018. Jóhann H. Ragnarsson
2017. Páll Snædal Andrason
2016. Páll Sigurðsson
2015. Jóhann H. Ragnarsson
2014. Guðlaug Þorsteinsdóttir
2013. Bjarnsteinn Þórsson
2012. Páll Sigurðsson
2011. Jóhann H Ragnarsson
2010. Leifur Ingi Vilmundarson
2009. Páll Sigurðsson
2008. Einar Hjalti Jensson

Hraðskákmeistarar Garðabæjar

2021. Vignir Vatnar Stefánsson Breiðablik
2020. Mót féll niður
2019. Davíð Kjartansson Fjölni
2018. Vignir Vatnar Stefánsson TR
2017. Björn Þorfinnsson Víkingaklúbburinn
2016. Björn Þorfinnsson TR
2015. Björn Þorfinnsson TR
2014. Gunnar Freyr Rúnarsson Víkingaklúbburinn
2013. Hjörvar Steinn Grétarsson Víkingaklúbburinn
2012. Pálmi Pétursson Goðinn Mátar
2011. Jóhann H Ragnarsson TG
2010. Þorvarður F Ólafsson Haukar.
2009. Pálmi Pétursson Mátar
2008. Henrik Danielsen Haukar.
2007. Einar Hjalti Jensson TG
2006. Einar Hjalti Jensson TG
2005. Tómas Björnsson Fjölni
2004. Davíð Kjartansson SA
2003. Jóhann Helgi Sigurðsson
2002. Björn Jónsson

Skákþing Garðabæjar B flokkur (1499 og minna)
2015. Jón Þór Lemery TR
2014. Þorsteinn Magnússon TR
2013. Brynjar Bjarkason Haukar
2012. Óskar Víkíngur Davíðsson Hellir
2011.Gauti Páll Jónsson TR og Hilmir Freyr Heimisson TR

Íslandsmeistarar TG

2021. GM Hjörvar Steinn Grétarsson, Íslandsmeistari í skák.
2021. GM Hjörvar Steinn Grétarsson Íslandsmeistari í atskák.
2021. GM Helgi Ólafsson Íslandsmeistari í hraðskák.
2021. WGM Lenka Ptácníková Íslandsmeistari kvenna.
2021. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Íslandsmeistari kvenna í hraðskák.
2014. Sóley Lind Pálsdóttir. Íslandsmeistari stúlkna eldri flokkur.
2010. Sóley Lind Pálsdóttir Íslandsmeistari stúlkna 13 ára og yngri.
2009. Sóley Lind Pálsdóttir Telpnameistari Íslands 15 ára og yngri.
2007. Guðlaug Þorsteinsdóttir. Íslandsmeistari Kvenna.
2007. Svanberg Már Pálsson. Íslandsmeistari U16 ára í Hraðskák.
2006. Svanberg Már Pálsson. Íslandsmeistari í Skólaskák í yngri flokki (1-7 bekk).
2005. Guðlaug Þorsteinsdóttir. Íslandsmeistari kvenna
2005. Svanberg Már Pálsson. Íslandsmótið í Hraðskák. Íslandsmeistari unglinga 16 ára og yngri i Hraðskák.
2004. Svanberg Már Pálsson. Íslandsmeistari barna 2004. 10 ára og yngri.
2004. Jóhann Helgi Sigurðsson. Íslandsmótið Áskorendaflokkur. Íslandsmeistari skákmanna undir 2000 stigum.
2003. Svanberg Már Pálsson. Íslandsmeistari í skólaskák 12 ára og yngri.
2003. Páll Sigurðsson. Íslandsmótið Áskorendaflokkur. Íslandsmeistari skákmanna undir 2000 stigum.
2002. 2003. Guðlaug Þorsteinsdóttir Íslandsmeistari kvenna.
2000. Páll Sigurðsson. Íslandsmótið í netskák. Íslandsmeistari Áhugamanna með undir 1800 skákstig.
1992. Deildakeppni Skáksambands Íslands. 1. deild. TG íslandsmeistari.
1992. Kristján Guðmundsson. Íslandsmeistari í bréfskák.

Skákþing Garðabæjar - Unglingaflokkur 16 ára og yngri
2007. Svanberg Már Pálsson TG
2006. Svanberg Már Pálsson TG
2005. Svanberg Már Pálsson TG
2004. Atli Freyr Kristjánsson Helli
2003. Hjörvar Steinn Grétarsson Helli
2002. Sverrir Þorgeirsson TR

Atskákmeistarar Garðabæjar
2005. Jóhann H. Ragnarsson
2004. Jóhann H. Ragnarsson
2003. Jóhann H. Ragnarsson
2002. Jóhann H. Ragnarsson

Atskákmeistarar Garðabæjar - unglingar 16 ára og yngri
2005. Svanberg Már Pálsson
2004. Davíð Þór Jónsson
2003. Svanberg Már Pálsson

Atskákmeistarar Garðabæjar - 12 ára og yngri
2005. Svanberg Már Pálsson
2004. Halldór Kári Sigurðarson
2003. Svanberg Már Pálsson

Unglingameistari Garðabæjar
2005. Sverrir Þorgeirsson Sd. Hauka.
2004. Davíð Þór Jónsson TG
2003. Svanberg Már Pálsson TG
2002. Stefán Daníel Jónsson TG

Bikarmeistar TG
2005. Hrannar Baldursson Helli
2004. Hrannar Baldursson Helli
2003. Jóhann H. Ragnarsson
2002. Jóhann H. Ragnarsson

Mánaðamótsmeistarar TG
2005. Hrannar Baldursson Helli
2004. Björn Jónsson
2003. Björn Jónsson
2002. Jóhann H. Ragnarsson
2001. Jóhann H. Ragnarsson
2000. Jóhann H. Ragnarsson
1999. Björn Jónsson
1998. Jóhann H. Ragnarsson

Tvískákmeistarar TG
2004. Björn Jónsson og Jóhann H. Ragnarsson
2003. Björn Jónsson og Jóhann H. Ragnarsson
2002. Björn Jónsson og Jóhann H. Ragnarsson

Samþykkt á aðalfundi 1982.

1. grein.

Félagið nefnist "Taflfélag Garðabæjar" og hefur aðsetur í Garðabæ. Skammstöfun félagsins er TG. Tilgangur félagsins er að auka þekkingu og áhuga á manntafli með hverjum þeim hætti er stjórn félagsins og aðalfundir ákveða.

2. grein.

Aðalfund félagsins skal halda að vori í lok vetrarstarfs. Aðalfundur hefur úrskurðarvald í öllum málum félagsins. Á aðalfundi skal kosin stjórn, gerð grein fyrir fjárreiðum félagsins, rædd starfsskýrsla fráfarandi stjórnar, lagabreytingar og önnur þau mál tekin fyrir sem félagsmenn óska að ræða.
Á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum og hafa atkvæðisrétt fullgildir félagar sem eru skuldlausir við félagið.

3. grein. 

Stjórn skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Kosning fer þannig fram að kosnir eru fimm stjórnarmenn í einni kosningu. Stjórnin skiptir síðan sjálf með sér verkum. Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins og ræður öllum málum milli aðalfunda.

4. grein.

Stjórn skal skipa æfingastjóra til að hafa yfirumsjón með skákæfingum og mótsstjóra til að hafa yfirumsjón með framkvæmd skákmóta á vegum félagsins. Stjórn er einnig heimilt að skipa trúnaðarmenn í skólum á félagssvæðinu og annars staðar þar sem ástæða þykir til.

5. grein.

Lögum þessum má eingöngu breyta á aðalfundi og hefur hann úrskurðarvald í öllum vafaatriðum um túlkun þeirra.