Taflfélag Garðabæjar var stofnað 17. nóvember árið 1980. Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð:

Sigurður Sigurkarlsson, formaður, Ómar Ingólfsson, Jón Rögnvaldsson, Símon Ólafsson og Stefán Friðfinnsson Fyrst var tekið þátt í deildakeppni Skáksambands Íslands á Húsavík árið 1981.

Þrátt fyrir að félagið sé tiltölulega ungt þá hefur það náð nokkrum árangri í gegnum tíðina.

Árið 1988 hélt TG alþjóðlegt hraðskákmót í samvinnu við Tímaritið Skák þar sem meðal þátttakenda voru innlendir og erlendir stórmeistarar.

Árið 1992 vann félagið sigur í deildakeppni skáksambands Íslands eftir harða keppni við Skákfélag Akureyrar.

Þessi sigur gaf þáttökurétt í evrópukeppni taflfélaga og sendi félagið sveit í hana árið 1993. Teflt var í Barbican Center í London. Þar var keppt eftir útsláttarfyrirkomulagi og tapaði TG í fyrstu umferð með litlum mun á móti sterkum hollenskum klúbbi þar sem í liði andstæðinganna voru meðal annara stórmeistarar eins og Korchnoi, Speelman, Van der Wiel, og fleiri. Félagið vann síðan 2 næstu viðureignir. Gegn Petersborg sem mætti ekki og svo Barbican klúbbnum breska og endaði í 5 sæti. 

 

Formenn TG frá upphafi.

1980-1982 Sigurður Sigurkarlsson

1982-1988 Jón Rögnvaldsson

1988-1991 Jóhann H Ragnarsson

1991-1992 Björn Jónsson

1992-1994 Páll Sigurðsson. (aftur síðar)

1994-1995 Sævar Jóhann Bjarnason

1995-1998 Baldvin Gíslason Bern

1998-2000 Leifur Ingi Vilmundarson

2000-2018 Páll Sigurðsson

2018-2019 Enginn formaður en Bjarnsteinn Þórsson gjaldkeri sinnti formennsku.

2019-        Sindri Guðjónsson

Taflfélag Garðabæjar
kt: 491195-2319

stofnað 17. nóvember 1980.

Formaður og tengiliður félagsins starfsárið 2021-2022 er Páll Sigurðsson (GSM 8603120) 

netfang félagsins er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (ath það borgar sig að hringja ef menn vilja skjót svör). Einnig er hægt að hafa samband á Facebook síðu félagsins.

 

Taflfélag Garðabæjar er með starfsemi á 2 stöðum í Garðabæ. Barna og unglingaæfingar eru í Bókasafni Garðabæjar.              

Fullorðinsstarf er í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi á mánudögum.  Ca. annan hvorn mánudag. Sjá auglýsta atburði Facebook síðu félagsins sem og innri félagshóp félagsins. 

Félagið starfar að mestu leiti eingöngu yfir vetrartímann og tekur þátt í öllum helstu liðakeppnum í landinu. ss. Hraðskákkepni taflfélaga og Íslandsmóti Skákfélaga sem er stærsta og fjölmennasta mót ársins.

Barna og Unglingaþjálfarar félagsins í vetur eru Vignir Vatnar Stefánsson alþjóðlegur meistari og Lenka Ptacnikova stórmeistari kvenna en fulltrúi stjórnar félagsins varðandi unglingastarf er Sindri Guðjónsson.

Skráning í unglingastarfið fer fram á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/tg