Davíð Kjartansson kom sá og sigraði í Skákþingi Garðabæjar sem lauk 1. nóvember. Davíð leyfði eitt jafntefli og hlaut sex og hálfan vinning. Í öðru sæti varð Jóhanna Bjög Jóhannsdóttir með fimm vinninga og á hæla hennar komu Gauti Páll Jónsson og Aron Þór Mai með fjóran og hálfan vinning. Efstur heimamanna varð Páll Sigurðsson.
Hraðsákmótið var svo haldið 4. nóvember, og þar gerði Davíð Kjartansson sér lítið fyrir og sigraði með fullu húsi, eða átta vinningum. Í öðru sæti varð Jóhann H. Ragnarsson með fimm og hálfan vinning. Í þriðja til fimmta sæti urðu svo Pálmi Ragnar Pétursson, Dorin Tamasan og Aron Þór Mai með fimm vinninga hver.