Íslandsmót kvenna í skák hófst í kvöld í Sveinatungu við Garðatorg 7 í Garðabæ.  Átta af tólf stigahæstu skákkonum landsins taka þátt. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar setti mótið og lék fyrsta leikinn í sigurskák Lisseth Acevedo Mendez gegn Hrund Hauksdóttur.  

Ásgerður leikur fyrsta leikinn

Mótið fer fram 27. febrúar – 3. mars og er teflt í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2020. Hins vegar í áskorendaflokki kvenna. Hann er opinn fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

Keppendalistinn:
1.WGM Lenka Ptácníková (2099)
2.WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2021)
3.Jóhanna Björg Jóhanndóttir (1933)
4.WIM Lisseth Acevedo Mendez (1849)
5.Tinna Kristín Finnbogadóttir (1838)
6.Hrund Hauksdóttir (1804)
7.Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1690)
8.Sigríður Björg Helgadóttir (1682)

Mótið er haldið sameiginlega af Skáksambandi Íslands og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Beinar útsendingar verða frá landsliðsflokki.

Sjá nánar um mótið hér á vef Skáksambands Íslands. 

Vefsíða mótsins - þar má sjá nánari tímasetningar á umferðum mótsins.